Námskeið

Fjölbreytt og skemmtileg námskeið í boði reglulega

Finndu rétta námskeiðið sem hentar þér og skráðu þig til  að tryggja pláss. Takmörkuð sæti.

Sjá námskeið í boði á næstunni.

• Við bjóðum reglulega upp á mjög fjölbreytt námskeið. Allt efni er innifalið (vandað gæðaefni).

• Þetta eru skemmtilegar stundir í umsjón reyndra aðila sem miðla reynslu sinni og ýmsum aðferðum til að þú öðlist góða færni í að halda áfram þegar heim er komið.

• Takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði til að tryggja að hver og einn fái sem mest úr tímanum.

• Námskeiðin eru haldin í rúmgóðri vinnustofu Föndurlistar að Strandgötu 75, Hafnarfirði.

• Nauðsynlegt að ganga frá skráningu með góðum fyrirvara (gengið frá greiðslu við skráningu) í síma 553 1800.

• Tilvalið fyrir hópa (sem geta einnig komið á öðrum tímum skv. samkomulagi).

Dæmi um námskeið sem eru í boði

Akryl Abstract

Alcohol blek

Fluid Art – Pouring

Mixed Media

Resin Art

Soyjakerti

Þetta er tilvalin leið til að læra ýmis konar aðferðir til listsköpunar. Þú getur líka mætt oftar á sama námskeiðið og gert nýtt listaverk í hvert skipti undir handleiðslu leiðbeinenda.

Frábært fyrir pör, hópa, saumaklúbbinn, vinkonuviðburði o.fl. 

Ath! Hægt að skrá stærri hópa á aðrar tímasetningar skv. samkomulagi. Vinsamlegast hafið samband s. 553 1800 til að tryggja pláss o.fl.

Námskeiða stuðnings hópur

Fyrir alla sem hafa komið á námskeið hjá Föndurlist bjóðum við líka upp á að vera með í sérstökum FB hóp, þar sem hægt er að fá aðstoð frá okkur í Föndurlist eða öðrum meðlimum hópsins. Þú getur deilt því sem þú hefur gert á námskeiðum og eftir námskeið.

Myndir frá Resin námskeiði um daginn:

Ýmsar vörur og listaverk notuð á námskeiðunum: