Málarar skipta penslum gjarnan í tvo flokka: vatnspensla og olíupensla. Vatnspenslar eru notaðir í akrílmálningu(vatnsmálningu), þar sem bindiefnin eru akrílmálning og hægt er að þrífa penslana með vatni. Svo eru olíupenslarnir, sem eru notaðir í alkýðbundna málningu(olíumálningu) og penslarnir þá þrifnir með terpentínu eða penslasápu (vatn dugar ekki). Bæði vatnspensla og olíupensla er best að þrífa strax eftir notkun. Vatnspenslarnir eru einfaldlega þrifnir með volgu vatni og sápu/uppþvottalegi. Þegar búið er að þrífa þá, er gott að setja þá í plastpoka, hálfraka. Þá er minni hætta á að þeir þorni upp. Olíupenslar eru þrifnir með terpentínu eða penslasápu. Hellið penslasápu í ílát og leggið pensilinn í . Gott er að láta hann standa í leginumí klukkutíma. Eftir það er pensillinn tekinn og skolaður vel og vandlega í volgu vatni. Ef þetta dugar ekki, er meðferðin endurtekin. Það sama gildir um vatnspensla, sem hefur harðnað í. Gott er síðan að geyma alla pensla í plastpokum, þangað til að það þarf að nota þá næst.
https://uni.hi.is/hav17/kennsluefni/thrif-a-penslum/